144. löggjafarþing — 6. fundur,  16. sept. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[23:37]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir þessa spurningu. Nú veit ég ekki nákvæmlega hvað þarna er átt við en ef ekkert annað er gert, ef engar mótvægisaðgerðir koma til — hér á sér t.d. stað veruleg lækkun efra þrepsins, veruleg lækkun á vörugjöldum, almennum gjöldum og annað sem hefur áhrif til lækkunar á verðlagi og bætir kjör þeirra verst settu — þá er náttúrlega ljóst og alveg rétt að ef ekkert annað er gert til mótvægis hefur hækkun neðsta þrepsins neikvæð áhrif á alla tekjuhópa, (ÖS: … ekki svona slikk.) líka þá verst settu, ekki síst.