144. löggjafarþing — 6. fundur,  16. sept. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[23:43]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Vegna orðalags hv. þingmanns um að túlka þetta sem svo að fjárlagafrumvarpið sé galopið þá get ég ekki tekið undir það, þótt gera þurfi einhverjar lagfæringar til að mæta meginmarkmiðum þess. Meginmarkmið þess eru ekki galopin, meginmarkmiðin eru mjög skýr og um þau er sátt og samstaða. Menn gera örlitla fyrirvara, almenna fyrirvara um það hvort og þá með hvaða hætti þurfi að gera einhverjar lagfæringar. Það er það eina sem þetta snýst um.