144. löggjafarþing — 7. fundur,  17. sept. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[17:03]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að ólíklegt sé að við náum að gera upp allan þennan tíma hér. Ég geri aðeins athugasemd við að hv. þingmaður skildi saka mig um minnisleysi þegar hann vildi skauta mjög létt yfir aðkomu sína að ríkisstjórninni sem hann vildi skella allri skuldinni á. (Gripið fram í.) Það er í sjálfu sér alveg óþarfi að reyna að gera þetta upp hér, það er hvorki líklegt til árangurs, né heldur skiptir það einhverju máli. Það hefur ekkert vægi í samanburði við að ganga til almennra kosninga, eins og gert var vorið 2013. Þá var þetta gert upp. Þá voru þær áherslur sem vinstri flokkarnir höfðu keyrt gerðar upp. Þá kom í ljós hvað kjósendum í landinu fannst um það hvar ábyrgðin ætti heima.