144. löggjafarþing — 8. fundur,  18. sept. 2014.

nauðungarsala.

7. mál
[16:28]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Við viljum öll að þetta fái sem mesta flýtimeðferð og að fólki sé komið í skjól. Bara eitt varðandi framgang málsins á þinginu: Er það rétt munað hjá mér að 23. september, þriðjudaginn eftir helgi, fari að detta inn ein 50 nauðungarsölumál? (UBK: Það verður búið að birta.) Það verður búið að birta þannig að ef við náum að klára þetta á mánudaginn eru þessi 50 heimili komin í skjól? Ókei.

Hv. þingmaður hefur svarað þessari spurningu þannig að ef hún þarf ekkert að koma í pontu — jú, hún þarf að koma í pontu.