144. löggjafarþing — 9. fundur,  22. sept. 2014.

eignarhald Íbúðalánasjóðs á íbúðum á Suðurnesjum.

[15:11]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Eins og ég sagði áðan eru 40% af eigum Íbúðalánasjóðs á Suðurnesjum. Sveitarstjórnarmenn óttast að íbúðunum fjölgi enn meir þegar frestur um nauðungarsölu rennur út og auk þess er mikil óvissa um íbúðir á Ásbrú, fyrrum varnarsvæði, þar sem aðilar hafa keypt íbúðir og standa illa. Þar var, eins og menn muna, 5.000 manna bær þegar best lét.

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum leggur til að skipaður verði starfshópur ráðuneyta, Íbúðalánasjóðs, fjármálastofnana og sveitarfélaga á Suðurnesjum sem hafi það hlutverk að gera heildstæða og tímasetta aðgerðaáætlun um að koma húsnæðinu í not. Þau skora á hæstv. ráðherra að koma til samstarfs við sveitarfélögin og sveitarfélögin eru tilbúin í slaginn. En ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvað honum finnist um þessar hugmyndir, um nefnd (Forseti hringir.) sem kortleggur framtíðina.