144. löggjafarþing — 9. fundur,  22. sept. 2014.

eignarhald Íbúðalánasjóðs á íbúðum á Suðurnesjum.

[15:12]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Það sem ég vildi segja fyrst er að við sjáum það í öllum hagtölum um þróun atvinnulífsins, raunar í hvaða tölum sem er sem við erum að skoða, að staðan er að batna. Það er að sjálfsögðu að gerast á Suðurnesjum eins og annars staðar á landinu.

Ég held að það sé líka, eins og ég fjallaði svo sem um núna um helgina, mjög mikilvægt að benda á að það er lagaskylda sveitarstjórnarmanna, og ég held að þeir séu að átta sig betur á því, að tryggja fólki húsnæði sem getur ekki sjálft aflað sér húsnæðis. Það hefur komið mér á óvart þegar ég hef verið að kanna þetta að af þeim fjárheimildum sem Alþingi hefur samþykkt til þess að hjálpa sveitarfélögum að kaupa húsnæði til útleigu fyrir þessa hópa hefur ríflega helmingurinn verið nýttur á undanförnum árum.

Mitt svar er: Já, ég vil svo sannarlega koma til samstarfs við sveitarfélögin, (Forseti hringir.) en það er mikilvægt að bæði ríki og sveitarfélög geri sér grein fyrir hvert þeirra hlutverk er í því samstarfi.