144. löggjafarþing — 10. fundur,  22. sept. 2014.

nauðungarsala.

7. mál
[16:30]
Horfa

innanríkisráðherra (Hanna Birna Kristjánsdóttir) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil nota tækifærið og þakka þingheimi fyrir þessa afgreiðslu í dag. Ég geri ráð fyrir því að við séum að fara að klára málið, sem skiptir miklu máli fyrir marga. Það eru auðvitað ákveðin vonbrigði að við séum enn þá á þeim stað að þurfa að fara í aðgerðir sem þessar, en þær eru mikilvægar fyrir mjög marga þannig að ég fagna því hversu hratt málið hefur farið í gegn og hversu faglega hefur verið á því tekið. Ég veit að það eru margir þarna úti í dag sem þakka fyrir að málinu sé lokið hér með þessum hætti.