144. löggjafarþing — 11. fundur,  23. sept. 2014.

umferðarlög.

102. mál
[15:01]
Horfa

innanríkisráðherra (Hanna Birna Kristjánsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Líkt og kom fram í máli mínu áðan eigum við í innanríkisráðuneytinu eftir að útfæra þessa framkvæmd í gegnum reglugerð og þá mun koma betur í ljós hvaða kostnað hún felur í sér. Ætla má að það verði nokkuð misjafnt. Við höfum heyrt ákveðna tölur, 100 þús. kr. er tala sem hefur verið nefnd, en við getum ekki á þessu stigi sagt nákvæmlega hver hún verður. Ætla má að þetta verði boðið upp á frjálsum markaði þannig að við getum ekki sagt til um það, en við höfum aldrei sagt að þetta feli ekki í sér og geti ekki falið í sér að aukinn kostnað einhverju leyti. Það kemur fram, en töluna þori ég ekki að nefna á þessum tímapunkti.