144. löggjafarþing — 11. fundur,  23. sept. 2014.

umferðarlög.

102. mál
[15:04]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég er engu nær með þetta svar. Það var óskiljanlegt fyrir mig, alveg eins og þær skýringar sem hæstv. ráðherra vísar til eru mér óskiljanlegar. Ég hef bara ekki greind til að skilja þetta svo það sé viðurkennt fúslega. Ég er búinn að þaullesa þetta og skil ekki hvað verið er að fara. Ég veit það bara að ég færði fyrir því sterk rök í fyrra að það væri ósanngjarnt að gera þetta á þann veg sem hæstv. ráðherra túlkaði málið þá. Þar fyrir utan þýðir ekkert að tala við mig um innleiðingu á EES-reglum í þess tilviki. Ég nauðaþekki þær reglur sem þetta varðar og þetta er bara smyglgóss. Þetta kemur ekkert við tilskipuninni, ekki neitt. Hæstv. ráðherra viðurkennir það sjálf í greinargerð. Hún segir að þetta sé eftir dönskum lögum. Hvað varðar mig um dönsk lög?