144. löggjafarþing — 11. fundur,  23. sept. 2014.

umferðarlög.

102. mál
[15:06]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil spyrja ráðherrann: (Gripið fram í.) Frumvarpið fjallar um reiðhjól en jafnframt um vernd barna í umferðinni. Ef ég skil umferðarlögin í dag rétt þá er það þannig að það er skylda að nota reiðhjólahjálm fram að 15 ára aldri. Hvers vegna setjum við þá ekki inn í lögin að það þurfi almennt að nota reiðhjólahjálm rétt eins og við erum skyldug til að nota bílbelti eða annað?

Jafnframt vil ég spyrja ráðherrann um báða þessa flokka bifhjóla. Báðir flokkarnir eru skráningarskyldir en flokkur I er hins vegar ekki skoðunarskyldur. Þá veltir maður fyrir sér: Hver er tilgangurinn með því að setja skráningarskyldu ef það á svo ekki að vera skoðunarskylda í framhaldinu af því?