144. löggjafarþing — 11. fundur,  23. sept. 2014.

framtíðargjaldmiðill Íslands.

15. mál
[15:45]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Án þess að draga úr mikilvægi þessa máls, ég ætla alls ekki að gera það, þá sé ég mig knúinn til að koma hingað upp því að fyrst hlustaði ég á ræðu formanns Bjartrar framtíðar og nú hlustaði ég á ræðu formanns Samfylkingarinnar. Ég verð þess vegna að spyrja formann Samfylkingarinnar: Hver er munurinn á stefnu Bjartrar framtíðar og stefnu Samfylkingarinnar í þessum málum? Ég sé mig knúinn til að koma upp og spyrja formann Samfylkingarinnar að þessu.