144. löggjafarþing — 11. fundur,  23. sept. 2014.

bráðaaðgerðir í byggðamálum.

19. mál
[18:05]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Spurningunni er auðsvarað: Já, ég styð náttúrlega ríkisstjórnina þótt ég geti verið óánægður með ýmislegt sem hún gerir. Þá kemur maður því að sjálfsögðu á framfæri.

Mig langar að fjölga dæmunum. Þegar ég hef kennslu í Borgarholtsskóla á Húsavík árið 2000 voru 435 nemendur í skólanum, í dag eru þeir 300. Það er ekki rætt um Húsavík sem bráðavanda sem þurfi að leysa, en það hefur fækkað um 135 börn í skólanum á 14 árum. Eins og þingmaðurinn ýjaði að segir fjöldi nemenda oft meira en íbúatölur almennt á svæðunum. Ég held að börn í skóla gefi miklu betri mynd af því hvernig samfélag lítur út heldur en íbúatölur. Af því þingmaðurinn talaði um framhaldsskóla er það þannig og var að allir framhaldsskólar voru settir í sama reiknilíkan, því miður. Ég hugsa að menn þurfi að fara að endurskoða það og setja þá í mismunandi reiknilíkan, að það sé mismunandi hvernig gefið er til framhaldsskóla eftir því hvar þeir eru. Ég held að við þurfum að gera það þannig.

Stutta svarið er: Ég styð ríkisstjórnina en get verið óánægður með ýmislegt sem hún gerir eða gerir ekki.