144. löggjafarþing — 11. fundur,  23. sept. 2014.

þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Norður-Atlantshafsbandalaginu.

20. mál
[19:15]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það kann að vera spurning um að ég hafði ekki verið nógu nákvæm í orðalagi. Þegar ég talaði um ráðamenn þá finnst mér að þó þingið hafi tekið meirihlutaákvörðun — alveg eins og þingið tók meirihlutaákvörðun um að við skyldum ganga í Atlantshafsbandalagið — það ekki fría ráðherrann af þeirri ábyrgð á málinu. Gott og vel, hann hafði þingmeirihluta fyrir því. Engu að síður hlýtur hann að bera mjög mikla pólitíska ábyrgð á því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig eftir það. Þar liggur ábyrgð hans.