144. löggjafarþing — 12. fundur,  24. sept. 2014.

orðaskipti þingmanna um störf þingsins.

[15:38]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil í tilefni af orðum hv. þm. Guðlaugs Þórs Þórðarsonar taka undir þau sjónarmið í meginatriðum að mikilvægt sé, þegar vilji þingmanna stendur til þess að eiga orðastað við annan þingmann, að þá sé óskað eftir því í tölvupósti eða með öðrum hætti áður en dagskrárliðurinn hefst.

Svo vil ég í almennum orðum þakka hv. þm. Guðlaugi Þór Þórðarsyni fyrir að halda okkur hinum við efnið að því er varðar kurteisi og mannasiði.