144. löggjafarþing — 12. fundur,  24. sept. 2014.

mótun viðskiptastefnu Íslands.

23. mál
[17:20]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Þetta var nú eiginlega ekki andsvar, þetta var meðsvar. En það er rétt að ég kom ekki inn á þá könnun sem fylgdi þarna með en hún sýnir alveg furðulegar niðurstöður. Það er stór og góður hluti af verslun í landinu sem er í Fríhöfninni og er erlendis. Það er þekkt fyrirbæri: tómu töskurnar út og fullar heim. Þetta er eitthvað sem mér finnst að hv. þingmenn þurfi að leiðrétta og það fyrr en seinna. Við skulum taka vörugjöldin niður núna með gleði og svo skulum við taka tollana á næsta ári.