144. löggjafarþing — 12. fundur,  24. sept. 2014.

jafnt aðgengi að internetinu.

28. mál
[18:17]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér fannst þetta kannski ekki alveg skýrt svar, það er í raun talað um nákvæmlega það sama og í fjarskiptaáætlun, að leggja ríkari áherslu á jafnt aðgengi, þannig að ég skilji þetta alveg. Ég vildi fá að vita hvort það væri einhver reginmunur á. En ég skil muninn sem hv. þingmaður talar um með að ná þessu fram áður en Bandaríkjalögin svokölluðu ná yfirhöndinni.

Mig langar að spyrja hvort hv. þingmanni finnist að það þurfi að skýra hlutverk þjónustuaðilans, eins og hv. þm. Hjálmar Bogi Hafliðason nefndi hérna áðan, skýra þeirra hlutverk í því að koma jöfnu aðgengi áfram fyrir árið 2015.