144. löggjafarþing — 13. fundur,  25. sept. 2014.

efnahagsmál.

[10:37]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Hæstv. fjármálaráðherra kemst ekki hjá því að horfast í augu við þá staðreynd að hagvaxtarhorfur eru lakari en gert var ráð fyrir. Atvinnuleysi er nokkurn veginn óbreytt árstíðaleiðrétt milli ára og fjárfesting atvinnuvega er 3,8%, langt frá því sem væntingar stóðu til.

Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í fjárlagafrumvarpinu miðast að því að viðhalda kyrrstöðu í atvinnulífinu. Gengið er fram með einstökum fruntaskap gagnvart verknámi í landinu, uppbyggingu fjölbreyttra atvinnutækifæra og það er engin framtíðarsýn um það hvernig framtíð atvinnulífið eigi hér á landi. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er auðvitað að við búum við aðstæður þar sem einkaneyslan ein á að halda uppi velsæld. Þannig verður það ekki. (Forseti hringir.)