144. löggjafarþing — 13. fundur,  25. sept. 2014.

jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.

107. mál
[14:00]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og ég sagði áðan er það nákvæmlega þetta samspil sem þarf að fara yfir. Lausleg athugun bendir til þess að dreifbýlið muni verða fyrir hækkun í heildina. Þetta eru tölur sem ég vil ekki nefna í umræðunni vegna þess að við þurfum að fá þær staðfestar.

Þá er spurningin hvernig við bregðumst við því. Við förum með það verkefni inn í vinnu nefndarinnar. Það er hægt að hafa þetta óbreytt, láta hækkunina koma á dreifbýlið. Það er hægt að breyta jöfnunargjaldinu með einhverjum hætti, eða það er hægt veita aukafjárveitingu úr ríkissjóði. Þetta eru þeir þrír möguleikar sem við munum standa frammi fyrir. Þegar við höfum farið í gegnum vinnuna og sjáum hver áhrifin verða nákvæmlega munum við taka ákvörðun um það.

Ég ítreka vilja minn sem er að kostnaðurinn verði jafn á milli dreifbýlis og þéttbýlis.