144. löggjafarþing — 13. fundur,  25. sept. 2014.

hlutafélög o.fl.

12. mál
[14:27]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður nefndi það sem í rauninni er merki um líf hjá fyrirtækinu, þ.e. að greiða útvarpsgjaldið og skila ársreikningi. En spurning mín er þessi: Hvað gerist ef fyrirtækið gerir hvorugt, gerir bara ekki neitt? Er til opinbert úrræði til að slíta félaginu ef það gerir akkúrat ekki neitt?