144. löggjafarþing — 13. fundur,  25. sept. 2014.

hlutafélög o.fl.

12. mál
[14:33]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta var einmitt það sem ég var að reyna að segja í minni ræðu, það þyrfti að taka á þessum endanum, gera hann skarpari og skilvirkari og taka á mörgum þáttum eins og t.d. hvað gerist ef allir stjórnarmenn segja af sér, hver er þá staðan, o.s.frv. Þannig að ég er alveg sammála. Þetta þarf að vera í stjórnsýslunni, í hlutafélagaskrá, að gefa mönnum líf þegar þeir skrá sig inn og eins að gefa út dánarvottorð ef fyrirtækið er greinilega ekki lengur starfandi. Þetta þarf líka að vera lipurt. Ég held að það sé einmitt verkefni fyrir hv. efnahags- og viðskiptanefnd að skoða þessa þætti og bæta þeim inn.