144. löggjafarþing — 14. fundur,  6. okt. 2014.

tilkynning um skrifleg svör.

[15:03]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hefur bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu og velferðarráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 66, 67, 68 og 70, frá Össuri Skarphéðinssyni, um eftirlitsstjórnvöld/eftirlitsaðila.

Einnig hefur borist bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 81, um fullgildingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, frá Steinunni Þóru Árnadóttur.

Loks hafa borist sex bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 50, um kostnað á greiðslu krafna með gjalddaga eða eindaga sem ber upp á frídag eða helgi, frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, fyrirspurn á þskj. 126, um virðisaukaskattsgreiðslur einstaklinga, frá Oddnýju G. Harðardóttur, fyrirspurn á þskj. 155, um barnabætur, frá Oddnýju G. Harðardóttur, fyrirspurn á þskj. 185, um sérhæfðan íþróttabúnað fyrir fatlaða íþróttamenn, frá Bjarkeyju Gunnarsdóttur, fyrirspurn á þskj. 190, um sykurskatt, frá Helga Hjörvar, og fyrirspurn á þskj. 191, um virðisaukaskattsuppgjör heildverslana með lyf og lækningavörur, frá Valgerði Bjarnadóttur.