144. löggjafarþing — 14. fundur,  6. okt. 2014.

vísun álita umboðsmanns Alþingis til nefndar.

[15:03]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Með bréfi dags. 25. september sl. hefur forseti óskað eftir því, samanber ákvæði 2. málsliðar 8. töluliðar 1. mgr. 13. gr. þingskapa, við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún fjalli um álit frá umboðsmanni Alþingis í málum nr. 7092/2012, 7126/2012 og 7127/2012, dags. 5. maí 2014, í tilefni af kvörtun Páls Sverrissonar.

Með öðru bréfi dags. 24. september sl. hefur forseti óskað eftir því, samanber ákvæði 2. málsliðar 8. töluliðar 1. mgr. 13. gr. þingskapa, við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún fjalli um álit frá umboðsmanni Alþingis í málum nr. 7021/2012 og 7400/2013, dags. 30. júní 2014, í tilefni af kvörtunum Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðvarinnar hf.