144. löggjafarþing — 14. fundur,  6. okt. 2014.

samningur við meðferðarheimilið Háholt.

[15:30]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Hæstv. ráðherra svaraði ekki einni einustu af þeim þremur spurningum sem ég lagði fyrir hana. Af hverju vill hæstv. ráðherra ekki fara að rökum? Af hverju fer hún þvert á faglegt mat Barnaverndarstofu? Hvaða faglegu rök liggja að baki 500 millj. kr. samningi til þriggja ára þar sem talið er að nýting sé ófullnægjandi? Er þetta með velferð barna í huga, þeirra barna sem þurfa á úrræðinu að halda?

Þá held ég að líka sé rétt að komi fram að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ekki verið haft með í ráðum, sem er auðvitað berandi aðili þegar kemur að ákvörðunum í barnaverndarmálum, og það væri þá fjórða spurningin sem hæstv. ráðherra mætti gjarnan svara: Af hverju hefur ekki verið haft samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga?