144. löggjafarþing — 14. fundur,  6. okt. 2014.

vangoldinn lífeyrir hjá TR.

[15:36]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég treysti því að þeir sem eiga rétt hjá Tryggingastofnun ríkisins fái þann rétt sinn og að stofnunin hafi frumkvæði að því að veita mönnum þann rétt sem þeir hafa að lögum og að ef þeir hafa ekki fengið rétt sinn leiðrétti Tryggingastofnun það fyrir sitt frumkvæði gagnvart þeim sem þannig hefur verið brotið á og að ráðherra muni í samræmi við orð sín hér fylgja því fast eftir gagnvart stofnuninni að það verði gert. Allir verða að vera jafnir gagnvart réttinum til almannatrygginga í landinu.