144. löggjafarþing — 16. fundur,  8. okt. 2014.

staða kvenna í landbúnaði og tengdum greinum.

179. mál
[15:41]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hérna er með vísan til 54. gr. stjórnarskrár og 54. gr. laga um þingsköp Alþingis óskað eftir að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra flytji Alþingi skýrslu um stöðu kvenna í landbúnaðartengdum greinum. Vegna umfangs skýrslunnar og þeirrar staðreyndar að engar upplýsingar liggja fyrir í þessu máli vill 1. flm. árétta að hér er ekki verið að biðja um upplýsingar er varða landbúnað frá upphafi hans á Íslandi, heldur er varða síðustu þrjú ár, a.m.k. í liðum 1–10. Það er gert til afmörkunar efnisins og mun það ekki hafa áhrif á skýrsluna þótt ráðuneytið fái allt að ár til vinnslu hennar þar sem um stórt verkefni er að ræða og gríðarlega upplýsingasöfnun.