144. löggjafarþing — 16. fundur,  8. okt. 2014.

vísun máls um verslun með áfengi til nefndar.

[17:33]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég verð að taka undir með hv. þm. Ögmundi Jónassyni. Ég tel að nærvera heilbrigðisráðherra sé æskileg í þessari umræðu.

Það er í rauninni mjög merkilegt að hugsa til þess að þetta sé eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar. Enn og aftur er brennivínið það sem skiptir máli, að það fái að flæða hér frjálst um allar koppagrundir. Vissulega er þetta þingmannamál en það breytir því ekki að fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna standa að málinu.

Það er líka svolítið umhugsunarvert að SÁÁ heldur baráttufund í kvöld þannig að það helst kannski í hendur að gefa frjálst leyfi fyrir áfengissölu og skera svo niður til fjárveitingu meðferðarúrræða.

Virðulegi forseti. Ég tel að þetta mál eigi ekki að ganga fyrir í röðinni. Ég tel að við þurfum að fá (Forseti hringir.) skoðun heilbrigðisráðherra á því hvað honum (Forseti hringir.) finnst um þetta mál.