144. löggjafarþing — 16. fundur,  8. okt. 2014.

vísun máls um verslun með áfengi til nefndar.

[17:36]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Ég þakka forseta fyrir að láta þau boð ganga til hæstv. heilbrigðisráðherra að nærveru hans sé óskað við umræðu um þetta mál.

Ég tek einnig undir með hv. þm. Helga Hjörvar að það sé eðlilegt að hæstv. fjármálaráðherra sé við málið. Það lýtur að lýðheilsustefnu en fjármál koma svolítið við sögu líka. Það er eðlilegt að hæstv. fjármálaráðherra taki þátt í þeirri umræðu. Við hljótum að bíða átekta og sjá hvort þessir hæstv. ráðherrar koma til umræðunnar.

Eitt vil ég leggja áherslu á: Verði það ákvörðun hæstv. forseta að umræðan hefjist, þá er alveg augljóst að 1. umr. má ekki ljúka nema þessir hæstv. ráðherrar komi hingað og eigi orðastað (Forseti hringir.) við þingmenn um þetta mikilvæga mál.