144. löggjafarþing — 16. fundur,  8. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[18:08]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurningarnar. Þar sem þetta mál snýst um persónufrelsi, viðskiptafrelsi og skapar hagræðingu fyrir ríkissjóð og auknar tekjur og er lýðheilsumál þá er þetta forgangsmál. Þetta er mál sem margir kjósendur þessa lands láta sig varða og þess vegna er þetta líka forgangsmál, það er bara lýðræðislegt að þetta mál fái umræðu hér.

Jú, ég tel mikinn mun á áfengi og pylsum og tel áfengi vera vímuefni eins og hvað annað. En ég rakti það í máli mínu áðan að þetta er ekki það sem við eigum að gera til að vinna gegn neyslu áfengis, til þess eru aðrar leiðir.

Og nei, samkvæmt frumvarpinu er auglýsingabanninu viðhaldið. Það er ekkert slegið af því og vínbúðirnar eru í dag stærstu auglýsendur áfengis.