144. löggjafarþing — 16. fundur,  8. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[18:10]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Áður en ég lýk fyrra svari mínu vil ég benda á að innflytjendur á áfengi og stærstu framleiðendurnir eru á móti frumvarpinu. Ég sé ekki fyrir mér að þeir séu þá að miða við tækifæri til þess að auglýsa og markaðssetja sitt áfengi.

Varðandi verslunina, hvernig hún græðir á þessu, þá er ég búinn að benda á að mér finnst það kerfi sem notað er í dag til þess að selja áfengi mjög kostnaðarsamt. Sú álagning sem vínbúðirnar fá fer öll í kostnað en ekkert í ríkissjóð, hún fer þá inn í verslunina og myndar þar tekjur af því að verslunin er með fjárfestinguna sem til þarf í dag. Verslunin er með húsnæði, er með starfsfólk, er með kassakerfi; þannig skapast hagræðingin.