144. löggjafarþing — 16. fundur,  8. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[18:14]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vitnaði hér áðan í úttekt vísindamanna við læknaháskólann í New York. Í henni kom fram að mismunandi áfengislöggjöf getur haft áhrif í þá átt að draga úr neyslu, líka frjáls verslun með áfengi. Rétt samsetning á löggjöfinni getur skilað þessum árangri.

Ég kom inn á Danmörku í ræðu minni áðan, þar er þetta viðhorf og menningin í þjóðfélaginu og hvernig þetta er unnið innan skólasamfélagsins, sem ég er alltaf að benda á. Það er það sem er vel gert hér sem skilar þessum árangri. Það eru Danirnir sem eiga að læra það af okkur. Þeir geta náð mikið betri árangri í að breyta viðhorfi hjá foreldrum, í skólasamfélaginu og hjá öllum þeim sem koma að uppeldi barna. Það er grunnurinn.

Eins og ég benti á áðan þá skora Pólland og Þýskaland mjög vel með frjálsri áfengissölu hjá vísindamönnum við læknaháskólann í New York.