144. löggjafarþing — 16. fundur,  8. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[18:16]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessar spurningar. Ég er þess fullviss að þetta eftirlit mun sjálfkrafa aukast. Vissulega þarf að leggja mikla áherslu á að þeir sem sinna þessu eftirliti nú muni auka það. Þar sem þarf að fá leyfi hjá heilbrigðiseftirliti hvers sveitarfélags fyrir sig til þess að selja áfengi mun eftirlitið vera eins og það er í dag en miklu fleiri óháðir aðilar, sem vinna að forvörnum, munu fara með sjálfstætt eftirlit og fjölmiðlar og fleiri munu fylgjast mjög mikið með verslun á áfengi eftir tilkomu þessa frumvarps. Eftirlit með þessu mun því aukast.

Að sjálfsögðu þarf eftirlitið að vera virkt og ég hef trú á því að það aukist sjálfkrafa. Það munu sko margir reyna að hanka einkaaðilana á því að selja ungu fólki áfengi. Trúið mér.