144. löggjafarþing — 16. fundur,  8. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[19:21]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þingmanni fyrir að hefja efnislega umfjöllun um málið. Mig langaði að spyrja hann, eftir staðhæfingu hans um markaðsöflin og stóru risana, að þeir hafi mestan hag af áfengissölunni og muni ekki láta sitt eftir liggja, hvort hann hafi þá einhvern grun um það af hverju stærstu framleiðendurnir og innflytjendurnir á áfengi séu á móti þessu frumvarpi.

Svo er eitt af því sem hv. þingmaður hefur áhyggjur af, það er að verð muni hækka og vöruúrval muni minnka. En vorum við ekki að tala um að aðgengi og hærra verð væri ein af forsendum þess að draga úr áfengisneyslu?