144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[12:44]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Eins og þingmaðurinn segir þá mundi hann ekki vilja samþykkja frumvarpið, sama hvað. Við Píratar nálgumst þetta mál á ólíkan hátt og höfum gert upp hug okkar hvað það varðar. Ég er hlynntur því en hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson er enn að skoða það. Við skoðum þetta út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir og þeim markmiðum sem menn eru að reyna að ná.

Ef ég skil það rétt er markmið hv. þingmanns lýðheilsumarkmið. Hægt er að ná lýðheilsumarkmiðinu með því að styrkja forvarnirnar. Það hefur komið fram í mörgum rannsóknum að forvarnir eru einn árangursríkasti þátturinn í því að draga úr neyslu og misnotkun á vímuefnum almennt. Áfengi er vímuefni og fíkniefni og hægt er að minnka neysluna á þann hátt, og þá (Forseti hringir.) sér í lagi neyslu unglinga. Forvarnirnar eru það sem hægt er að keyra á, ekki aðgengið. Aðgengi að áfengi hefur aukist, það er ekki vandamálið. Það eru forvarnirnar sem hafa haft áhrif á (Forseti hringir.) unglinganeysluna. Ef við getum styrkt þær enn frekar, það mikið að það vegi upp á móti auknu aðgengi (Forseti hringir.) — ég spyr hvort þingmaðurinn sé ekki út frá þeim markmiðum (Forseti hringir.) tilbúinn til að endurskoða hug sinn.