144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[13:56]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Takk kærlega. Það sem ég hef helst áhyggjur af er tímaröðin. Gerist það á sama tíma að aukinn peningur er lagður í forvarnir og fræðslu og sala fer fram? Þá er pínulítið misvægi þar á milli, það sem við eigum að fræða um gerist á sama tíma og þá er ekki búið að fræða um það. Það eru helst svoleiðis áhyggjur sem ég hef.