144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[14:31]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ekki sammála þingmanninum um að það sé betra aðgengi vegna þess að gerð var nefnilega mjög drastísk góð breyting. Við byrjuðum á því að merkja þetta smám saman en svo gerist það að tóbak er ekki lengur í hillunum. Það var ótrúlega mikil breyting. Hins vegar hvað varðar tóbaksmálin stöndum við frammi fyrir gríðarlega erfiðu og miklu máli sem er munntóbaksnotkun. Við þurfum að reyna að finna leiðir til að sporna við því. En ég held nefnilega í sjálfu sér að þótt menn geti farið út í búð og keypt tóbak, þá þurfi að hafa svolítið fyrir því.

Af því að ég nefndi unga fólkið í afgreiðslunni hérna áðan og í ræðu minni líka, þá er það eitt af því sem við höfum þurft að kljást við. Ég hef í rauninni ekki ástæðu til að ætla annað en að það gæti gerst varðandi áfengi. Ég tel að minnsta kosti ekki rétt að útiloka slíkt.