144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[14:59]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur fyrir góðar spurningar, gott andsvar.

Frelsið er vandmeðfarið. Það þekkjum við öll sem erum að ræða þetta mál og verslun almennt. Þetta er góð spurning um það hversu langt við eigum að ganga varðandi opnunartíma. Hér er verið að stíga fyrsta skrefið í að breyta kerfinu og taka ríkiseinokun af og fela versluninni að dreifa þessari vöru án þess að verið sé að slá af öðrum skilyrðum sem fyrir eru. Ég nefndi tíu í ræðu minni áðan þannig að níu standa eftir. Það er aðeins einn þáttur sem við erum í raun að breyta. Ég reyni að svara ef hv. þingmaður rifjar upp seinni spurninguna, eða þá fyrri, ég man ekki hvort var.