144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[15:05]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Af hverju ætti litla matvöruverslunin í minni heimabyggð, Samkaup – Úrval, í takmörkuðu rými, að taka töluvert pláss undir áfengi nema til að græða sérstaklega á því? Hverju ætti að fórna? Hvaða vörum á að henda út? Flestar þessar minni verslanir eru vel nýttar, hvert einasta pláss. Gerir þingmaðurinn ráð fyrir því að þessar verslanir byggi við eða eitthvað slíkt?

Ég spyr hv. þingmann hvort hann hafi lesið samantekt úr bókinni sem heitir Áfengi – engin venjuleg neysluvara, þar sem tilgangurinn er að upplýsa og segja frá nýjustu niðurstöðum rannsókna sem hafa beina þýðingu fyrir stefnumótun í áfengismálum heima í héraði á landsvísu og á heimsvísu. Ég spyr hvort hann telji (Forseti hringir.) að það sem þar kemur fram gangi (Forseti hringir.) gegn því sem lagt er til í frumvarpi (Forseti hringir.) um aukið aðgengi að áfengi.