144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[15:41]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir greinargóð svör. Já, ég trúi því að hér mundi skapast viðskiptatækifæri í auknum mæli og jafnframt úti á landi. Það er þegar til bar á Sauðárkróki sem heitir Microbar og gefur sig út fyrir að selja sértegundir sem seljast mögulega ekki í miklum mæli, en hv. þingmaður kom inn á það að stórverslunin mundi vera með söluhæstu tegundirnar.

Í seinna andsvari ætla ég að skilja eftir spurningu fyrir hv. þingmann varðandi umgjörðina. Noregur hefur skorað hvað hæst í opinberri stefnumótun og þeir leyfa sölu í verslunum á áfengum bjór upp að 4,6%. Væri það leið sem mundi hugnast hv. þingmanni?