144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[17:12]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég svaraði reyndar ekki annarri spurningunni áðan um hvort ég treysti ekki versluninni til að fara með þessi mál. Ég skal alveg viðurkenna að ég treysti versluninni til að standa sína plikt og þar snúast hjólin um að selja. Ég veit að þeir eru góðir í því að selja og þess vegna vilja þeir fá þetta, til að geta selt þetta. Ríkið hefur þó 1–2 milljarða í tekjur, 2,6 skilst mér að það sé, þannig að ég er ekkert hissa á því að verslunin vilji fá þetta inn líka. En íþróttastarfið, landlæknir, SÁÁ, öll þessi félagasamtök sem eru að glíma við áfengisvandamál og forvarnir eru á móti þessu. Opnið þið eyrun, öll félaga- og góðgerðarsamtök eru á móti þessu.