144. löggjafarþing — 18. fundur,  14. okt. 2014.

ummæli ráðherra í umræðum.

[14:50]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég geri athugasemdir við fundarstjórn forseta. Undir liðnum fundarstjórn forseta á að ræða fundarstjórn forseta. Ég hlustaði á tvo hv. þingmenn ræða undir liðnum fundarstjórn forseta eitthvað sem er örugglega mjög brýnt. Ég verð að viðurkenna að ég skildi ekki hvað hv. þingmenn voru að fara, en örugglega sjálfsagt og eðlilegt að ræða þetta, (Gripið fram í.) en þá skulum við bara ræða þetta undir öðrum (Gripið fram í: Nei.) lið.

Undir liðnum um fundarstjórn forseta á að ræða fundarstjórn forseta. Mér hefur fundist fundarstjórn forseta alveg ágæt ef undan er skilið að mér hefði fundist allt í lagi að hann benti á það að undir liðnum fundarstjórn forseta á ræða fundarstjórn forseta.