144. löggjafarþing — 18. fundur,  14. okt. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:07]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka svarið, hæstv. ráðherra. Mér finnst það einfaldlega röng og öfugsnúin aðferð við að ákveða hvort færa eigi kost í verndun eða nýtingu að færa hann fyrst og skoða síðan gögnin. Það á náttúrlega fyrst að skoða gögnin og taka síðan sameiginlega ákvörðun, jafnvel með fólkinu sem býr í grennd við virkjunarkostinn, sem getur þá tekið upplýsta ákvörðun um það hvert orkan fer og hvernig þetta komi til með að líta út og þar fram eftir götunum.

Ég ítreka aftur: Hversu mikið vegur álit þeirra sem búa nærri virkjunarkostum við lokaákvörðunina?

Ég ítreka aftur varðandi kostnaðarmatið hvort útreikningurinn varðandi ágóða þess að virkja eða virkja ekki verði örugglega uppfærður áður en ákvörðun er tekin.