144. löggjafarþing — 18. fundur,  14. okt. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:13]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég þurfti að fá að heyra það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að vísa ætti málinu til atvinnuveganefndar. Mér finnst það mjög furðuleg ráðstöfun. Ég hlýt að spyrja hvernig standi á því.

Það vantar mikið upp á að horft sé heildstætt á þennan málaflokk. Í umhverfisnefnd hefur safnast saman mikil þekking á málaflokknum rammaáætlun og áætlun um vernd og nýtingu og ég undra mig á því að menn skuli fara með þessa tillögu um breytingu á áætluninni í atvinnuveganefnd. Ég velti fyrir mér: Hvað liggur að baki? Eru menn eitthvað hræddir við það hver niðurstaða umhverfisnefndar verði í málinu? Hefur nefndin ekki einmitt sýnt, eins og hér hefur komið fram í máli hv. þingmanna, að henni hefur tekist að vinna í mjög breiðri pólitískri sátt? Eru menn hræddir við hana?