144. löggjafarþing — 18. fundur,  14. okt. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:14]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil gera athugasemd við þá ætlun hæstv. umhverfis- og auðlindaráðherra að vísa málinu til atvinnuveganefndar. Ég er þar 1. varaformaður og mér finnst að þessi tillaga eigi ekki heima í nefndinni og eigi miklu betur heima í umhverfis- og samgöngunefnd þar sem hefur byggst upp fagþekking á málaflokknum. Ég tel að með þessu séu menn að hella olíu á eld í þessum viðkvæma málaflokki.

Rammaáætlun hefur áður verið til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd og þar hefur byggst upp mikil þekking. Mér finnst það einkennilegt þegar hæstv. ráðherra talar um í svari sínu áðan að ekki sé búið að ákveða neitt í þessum efnum, hvort þarna verði virkjun og atvinna í framhaldi af því, það sé eingöngu verið að fjalla um þetta. Þá (Forseti hringir.) á þetta ekkert heima í atvinnuveganefnd. Ef við værum að fjalla um Hvammsvirkjun sem slíka og hún væri orðin að veruleika (Forseti hringir.) gætum við kannski talað um það.