144. löggjafarþing — 18. fundur,  14. okt. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:23]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Fyrst hæstv. ráðherra vitnaði í þingsköp um hlutverk atvinnuveganefndar ætla ég að leyfa mér að vitna í þessa tillögu til þingsályktunar um afmörkun verkefnis. Þar segir um Hvammsvirkjun að einkum skuli horft til eftirtalinna þátta og skoða, með leyfi forseta, „áhrif virkjana á laxfiska í Þjórsá“.

Er það hlutverk atvinnuveganefndar eða umhverfisnefndar? (Gripið fram í.)