144. löggjafarþing — 18. fundur,  14. okt. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:27]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er ekki svo gott að formið muni sjái til þess að umræðan verði eins og við mundum vilja hafa hana. Hv. þm. Róbert Marshall fór ágætlega yfir hugmyndafræðina á bak við vinnuna í kringum rammaáætlun en það þýddi ekki að það væri friður um málið. Það er ekki svo gott.

Það er ekkert fast í hendi með það. (KaJúl: Er þetta hótun?) Hótun? Þegar ég lýsi — Hvað sagði hv. þingmaður, að þetta væri hótun? Ég var að lýsa fortíðinni. (KaJúl: … lýsa hótuninni.)

(Forseti (SJS): Ekki samtal.)

Virðulegi forseti. Hv. þm. Katrín Júlíusdóttir er viðkvæm fyrir hvað ég segi. Ég var að lýsa því hvernig málið hefði gengið fram og hún spurði hvort það væri hótun. Það er alveg nýr flötur á íslenskri tungu ef það er hótun að lýsa því hvernig hlutirnir gerðust.

Það er ekkert sem mælir gegn því að málið fari í hv. atvinnuveganefnd og ég held að það sé ekki gott ef við förum að tína hér út einstaka nefndarmenn og meta hvort þeir séu hæfir eða góðir. Allir hv. þingmenn í báðum þessum nefndum eru hið mætasta fólk sem vinnur mál sín mjög vel. Ég vona að við tökum efnislega umræðu um þetta mikilvæga mál hér.