144. löggjafarþing — 19. fundur,  15. okt. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:19]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er fráleitt að þetta mál komi ekki til umfjöllunar í umhverfisnefnd og er til vitnis um þá áherslu sem birtist í þessari ríkisstjórn. Hæstv. forsætisráðherra sagði fyrir ári að hann mundi líklega tilnefna nýjan umhverfisráðherra fyrir áramót. Það hefur komið í ljós síðan þá að líklega átti hann við þau áramót sem nú nálgast.

Það verður þá að gera þá kröfu ef þetta mál á að fara til atvinnuveganefndar — sem er fráleitt — að það komi líka til sömu umfjöllunar í umhverfisnefnd, að sömu gestir komi fyrir umhverfisnefnd og jafnvel fleiri og að umsögn umhverfisnefndar fari inn í nefndarálit atvinnuveganefndar. Það er algerlega fráleitt að mál sem heyrir til umhverfisráðherra og hefur heyrt undir umhverfisnefndina fari nú skyndilega í atvinnuveganefnd. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)