144. löggjafarþing — 19. fundur,  15. okt. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:28]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil bara að lokum bæta því við að í vor þegar við ræddum þetta mál var óskað eftir því við hæstv. forseta þingsins að hann tæki saman yfirlit um það hvort einhver fordæmi væru fyrir því að þingsályktanir sem hefðu verið afgreiddar úr tilteknum þingnefndum væru síðan færðar yfir til annarra þingnefnda þegar fram kæmu breytingar við samþykktar þingsályktanir.

Þessi ósk var lögð fram en ég hef ekki fengið neitt slíkt yfirlit frá hæstv. forseta og ítreka þá beiðni mína hér og treysti því að við henni verði orðið.