144. löggjafarþing — 19. fundur,  15. okt. 2014.

viðvera heilbrigðisráðherra í umræðu um sölu áfengis.

[18:15]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Ég hlýt að taka eindregið undir þær athugasemdir hv. þm. Ögmundar Jónassonar. Ég hafði hugsað mér að eiga orðastað við hæstv. heilbrigðisráðherra en ég hef ekki sett mig á mælendaskrá, enda er hann ekki í húsi. Ég bíð því með að gera það þar til hann kemur. En ég vil upplýsa að ég hef hug á því að ræða við hann um nýútkomna skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem var gefin út í maí síðastliðnum, um ástand í aðildarríkjum stofnunarinnar, þar á meðal ástandið á Íslandi, í þessum málum, áfengisvarnamálum og afleiðingum áfengis á lýðheilsu. Til þess er nauðsynlegt að hæstv. ráðherra sé hér á staðnum. Ef ekki þá tek ég undir það að nauðsynlegt sé að fresta þessari umræðu þar til hann á heimangengt.