144. löggjafarþing — 19. fundur,  15. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[18:54]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég verð að taka undir með hv. þm. Ögmundi Jónassyni hvað þetta varðar. Það er búið að kalla eftir heilbrigðisráðherra fyrr í þessari umræðu, um leið og hún hófst, og hann hefur ekki séð sér fært að vera viðstaddur hana. Því finnst mér að það þurfi að tryggja að hann verði hér viðstaddur áður en umræðan hefst að nýju, því að eins og við vitum, miðað við mælendaskrá, klárast hún tæplega í kvöld. Því vil ég enda á því að spyrja hæstv. forseta: Hvenær er áætlað að umræðunni ljúki eða þingstörfum ljúki hér í dag?