144. löggjafarþing — 19. fundur,  15. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[18:56]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég tel enga ástæðu til að fresta umræðunni þangað til heilbrigðisráðherra kemur til þingsins. Í mínum huga hefur þetta mál ekkert með lýðheilsu að gera. Það snýst um vöru sem er lögleg og hvar megi selja hana og hverjir geti selt hana. Heilbrigðisráðherra hefur ekki sérstaklega með það að gera, (Gripið fram í.) ekki frekar en aðra matvöru og algenga neysluvöru og ekki þörf á því að heilbrigðisráðherra þurfi alltaf vera í þingsal af því að einhverjum finnst eitthvað óhollt eða einhver kann ekki með vöruna að fara. (Gripið fram í.) Ég tel enga ástæðu til þess að heilbrigðisráðherra komi hérna. Við getum haldið umræðunni áfram án hans.